Áhrif klæðnaðar á blöðrubólgu í konum.
Ég var að velta fyrir mér hvort að það sé rétt sem að ég heyrði um daginn í samtali nokkura kvenna að blöðrubólga í konum sé mjög mikið af röngum og óhentugum klæðnaði, þar er fyrst og fremst átt við þröngar gallabuxur og nærfatnað úr gerviefnum. Ég er ekki alveg að ná því hvernig konur sem að ganga mikið í þröngum gallabuxum eða þröngum buxum eigi að vera í stórhættu að fá blöðrubólgu. Ég hélt að kuldinn væri hættulegastur fyrir konur sem að eru að fá blöðrubólgu aftur og aftur. Mér skilst að blöðrubólga sé vandamál sem hrjáir mjög margar konur, það sé oft um síendurtekið ferli sem að fer í gang. Er eitthvað til í því að blöðrubólga geti hreinlega farið af stað ef konur klæðast mjög þröngum buxum að staðaldri? Eru einhverjar reynslusögur af því?