Mörg efni leysast vel í vatni. Þar má nefna sölt, lofttegundir og ýmis lífræn efni. Megnið af þeim efnahvörfum, sem sífellt verða í lifandi frumum og einu nafni kallast efnaskipti, fara fram á milli efna sem leyst eru í vatni, og raunar tekur vatnið virkan þátt í flestum.
Nýrun samhæfa upptöku og losun vatns. Þegar mikið vatn losnar úr líkamanum, til dæmis með svita (í miklum hita eða áreynslu), með saur(í niðurgangi) eða við uppköst eða blóðmissi, minnkar þvagmagnið sem því svarar.
Óhóflegt vatnstap truflar boðflutning um taugar og leiðir að lokum til dauða við það að öndunarkerfið lamast. Maður deyr ef hann tapar meiru en 12 til 15% eðlilegu vatnsmagni líkamans. Hjá 70 kílóa manni svarar þetta til 5 til 6 lítra af vatni. Samsvarandi tala fyrir úlfalda er um eða yfir 40%, eða rúmir 100 lítrar hjá 500 kg dýri.
Og digga, klossi var að meina þetta þannig að án þess að drekka vatn í viku eða 10 daga. Það er alltaf vatn í fæðunni hjá okkur. Þegar litið er á h eilar lífverur er einna minnst vatn í þurrum fræjum, þar sem það kemst niður undir 2%, enda er lítið lífsmark með'fræjum. En í flestum lífverum er svona 20-60% vatn.