Örgat í hjartanu veldur mígreni.

Læknar hafa fundið út að örlítið gat á hjartanu veldur mígreni hjá fólki. Læknar í Ísrael fundu þetta út og þá er gatið svo smátt að talað er um falið gat sem fólk ekki veit um. Rannsókn var gerð af þessum læknum og í flestum tilfellum þegar hjarta mígrenissjúklinga var skoðað kom í ljós þetta gat. 90% sjúklinga sem gert var við gatið í læknaðist af höfuðverknum sem er talinn vera vegna þess að hjartahormónar komast út í blóðrás. Læknirinn sem fann þetta út heitir Dr Arieh Kuritzky og vinnur á sjúkrahúsinu Beilinson nærri Tel Aviv. Svo fóru Svissneskir læknar að skoða þetta og komust að sömu niðurstöðu Þeir fundu tengingu á milli mígrenis og örgats á hjartavöðva. PFO. Fjórir af hverjum fimm sjúklingum sem voru með þessi vandamál fengu algera lækningu eftir að “bót” var sett yfir gatið. PFO er að finna í 12 % mígrenissjúklinga og eftir þessa hjartaaðgerð sem er ekki áhættusöm er algjör lækning á mígreni. Á Beilinson sjúkrahúsinu voru rannsakaðar konur um fertugt sem þjáðst hafa af mígreni nánast alla ævi urðu allar að nýjum konum segir sjúkrahúsið. Þegar holunni er lokað stoppar hjartahormónið að berast út í blóðrás og til heilans. En enn er verið að gera miklar rannsóknir á þessu. Þetta á eftir að bjarga og breyta miljónum lífa um allan heim. Rannsóknir á músum sýna það sama og það sem er merkilegast er að þeir sem hafa hjartsláttartruflanir þar sem hjartað slær mjög hratt ( arrhythmia) og hefur hingað til verið óvitað um orsök og valdið dauða er af sömu ástæðu er núna læknað með því að loka þessu gati sem er svo smátt að læknum sást yfir það. Læknirinn Dr Andrew Marks í Columbia Uneversity að þetta væru niðurstöður sem mundu valda algerri byltingu í heimi hjartalækninga. Og í staðinn fyrir að taka töflur við mígreni eða hjartsláttartruflunum sem kostaði þjóðfélagið miljónir væri nú hægt að lækna þessa vanda með lítilli aðgerð sem væri ekki kostnaðarsöm. En hjartsláttartruflanir deyða núna í UK um 24.000 breta ár hvert og mun spara rosalegar upphæðir…..Vita Íslenskir læknar af þessu?