“mjöög fitandi veit ekkert í tölum en þetta fer allt á bumbuna ;)”
Það hefur nú verið sannað að bjórdrykkjan ein og sér hefur enginn rosaleg áhrif á bumbuna, það er aðallega lífstíllinn sem fylgir mikilli drykkju.
“alkohól yfir höfuð getur tekið alveg viku + að fara úr líkamanum sem þýðir engin árangur næstu 1-2 vikunar eða svo.”
Það er ekki satt nema kannski með dauðafyllerí, maður æfir auðvitað ekkert daginn eftir fyllerí og daginn þar á eftir er maður frekar slappur en eftir það finnur maður engann mun á sér og fyrir fylleríið. Er það ekki bara fyrsta vikan sem er árángurslaus og vika tvö árangursminni en venjulega. Maður þarf nú ekki að losna við allt alkohól áður en æfingarnar taka að virka. Sumir hafa gengið svo langt að segja að æfingar tvemur vikum eftir fyllerí sé tilgangslaust en það er nú bara rugl, það er ekki það sama að fara á fyllerí og taka sér tveggja vikna frí frá æfingum.
En auðvitað ef maður ætlar að ná topp árangri verður maður að sleppa alkohólinu, jafnvel þó það væri skaðlaust fyrir utan þynnkuna því hvaða afreksmaður hefur efni á því að taka sér dagsfrí vegna þynnku.