Þetta byrjaði nú sem svar við korki en varð síðan svo langt að ég ákvað bara að gera grein úr þessu.
Fitusýrur eru iðulega langar sameindakeðjur, og eru sameindirnar tengdar saman ýmist með tvítengjum eða eintengjum. Sé sýrukeðja tengd saman einungis með eintengjum kallast hún mettuð. Sé eitt tvítengi með er sýran ómettuð. Fjölómettaðar fitusýrur eru því fitusýrukeðjur með fleira en eitt tvítengi. Omega-3 og omega-6 eru dæmi um ómettaðar fitusýrur. Munurinn á þeim og mettuðum er að það er auðveldara fyrir líkamann að brjóta niður þær ómettuðu því að tvítengin eru veikari en eintengin.
Þetta er ástæðan fyrir því að fjölómettaðar fitusýrur, sem finna má t.d. í olíum, eru taldar hollari en mettaðar, sem eru t.d. í tólg og annarri harðri feiti.
Þar hafið þið það.