Góðan daginn.
Langaði nú bara að segja mitt álit.
Að taka 1-2 sinnum 8-16 lyftur með eins miklum þyngdum og þú getur gefur alveg ótrúlega skjótan og góðan árangur.
Hafa tvær æfingar fyrir hvert “svæði” og hafa æfinguna sem ákafasta og kraftmesta.. og stysta. Sem fæstar endurtekningar!
Hins vegar, ef þú vilt byggja upp “langhlaupsvöðvaþræði” eins og þeir eru oft kallaðir, þá eru margar endurtekningar með minni þyngdum fínar.
Langhlaupsþræðir = lengri þræðir og ekki svo rosalega sterkir sem geta unnið lengur og vinna loftháð.
Spretthlaupsþræðir = stuttir þræðir og mun kraftmeiri, mun sterkari en endast styttra. (Vinna frekar loftfirrt en hinir).
Kveðja,
MS