Svimi og jafnvægisleysi
Mig langar að vita hvort einhver kannast við það sem hefur verið að bögga mig undanfarið.
Fyrir tveimur árum datt ég í stiga og meiddi mig á höfði og var eðlilega í nokkura daga ringlaður, með svima og lélegt jafnvægi. Þetta jafnaði sig fljotlega og ég hef ekki tekið eftir þessu nema kannski í smá stund ef ég rís snöggt upp og hef verið að reyna á mig. En um daginn skeði þetta en munurinn var sá núna að þetta varði lengi og ég treysti mér varla að keyra svo mér leist ekki á blikuna og fór á Slisó. Þar gerðu þeir ýmis tékk, aðallega tengd hjarta og æðakerfi og sögðu að allt væri í góðu lagi en gáfu mér samt tíma í næstu viku til frekari skoðunar.
Daginn eftir var ég orðinn góður í hausnum en svo í dag var ég aftur orðinn aðeins undarlegur, veit ekki hvort þetta tengist því að ég sofna mjög seint og sef síðan lengi, kannksi of lengi. Mér hefur verið sagt að þetta geti tengst of lítilli næringu (hef borðað minna undanfarið á kolvetnasnauða lífstílnum) og kannkski sprungnum háræðum í höfði vegna ákveðinnar áreynslu.
En það er alltaf gott að heyra reynslusögur annara ef einvhver kannast við þetta.