Jú, samkæmt reynslu ættuð þið að eiga að geta fengið einhvern sem leiðbeinir þér/ykkur í gegnum tækin. Hvað þið megið taka þungt, hversu oft osfrv.
Einhversstaðar heyrði ég að krakkar undir 16 mættu stunda lyftingar en einungis undir góðri leiðsögn!!
Fyrst þegar ég fór í World Class en þá var ég nýorðin 15, fékk ég, að kostnaðarlausu, mann sem leiðbeindi mér í öll tækin, öll þau sem ég mátti fara í það er að segja. Þar var mér líka kennt hvernig ég ætti að nota tækin rétt. Sem er mikilvægt atriði, að kunna rétt á tækin! Þá sérstaklega þar sem maður er enn svona ungur.
Mæli með að þið biðjið einhvern um að leiðbeina ykkur í gegnum þetta, spurjið hvað þið megið gera og hvað þið ættuð að forðast og þess háttar.
Ath. samt ég veit ekki hvort þetta virkar svona í Sporthúsinu (sagðirðu ekki annars Sporthúsið?), en mér fyndist þó líklegt að þau bjóði upp á einhvers konar leiðsögn þar.
Og svo auðvitað fara eftir því sem ykkur er sagt! Þá ætti þetta örugglega að ganga :)
Gangi þér vel.
kv.
tyrra