Já, er þetta ekki erfitt líf? Ég hef heyrt það hjá bekkjarsystur minni, sem var nýlega að fá lyf við þunglyndi. Þegar maður talar við hana, er hún samt eitthvað svo fjarlæg í sér. Maður stendur 30 cm frá henni en manni finnst það vera kílómetri, því það er eins og hún sé ekki með manni þó maður tali við hana.
Þetta er mjög fordæmt finnst mér. Mér finnst vera litið niður á þennan sjúkdóm, sem er örugglega hræðilegur að lenda í. En gott að þú getur brosað og svona, hún getur það stundum, en verður stundum öfgahress en dettur niður þess á milli.
En gangi þér vel áfram og farðu vel með þig:)