Líkurnar á að fá húðkrabbamein aukast töluvert. Einhvers staðar las ég að það dygði að fara bara í 10 ljósatíma á ári til að líkurnar á að fá húðkrabbamein aukist um 50%. Veit ekki hvaðan þessar niðurstöður eru komnar en finnst þetta ekki svo ólíklegt. Það er líka orðið miklu meira um það í dag að ungt fólk sé að greinast með húðkrabbamein og meira að segja yngra en 25 ára stundum. Það er frekar sorglegt að svona fáir skuli vera meðvitaðir um þetta.
…og í sambandi við hrukkurnar; húðin á ungum stelpum/strákum sem liggja mikið í ljósum lítur kannski mjög vel út NÚNA, en það tekur ca. 15 ár fyrir skaðann á húðinni að koma í ljós. Þannig að ef þú vilt ekki líta út fyrir að vera 45 þegar þú ert bara 35 þá mæli ég frekar með brúnkukreminu ;)