C/P veit að það má eiginlega ekki enn mér finnst að allir ættu að lesa þetta sem vilja grennast :D
Þarftu að grennast?
Ef ætlunin er að grennast og halda þyngdinni í skefjum til langframa er nauðsynlegt að breyta lífsvenjum, bæði með tilliti til mataræðis og hreyfingar.
Til að endurmeta neysluvenjurnar er gott að læra réttu Emmin þrjú: rétta Máltíðamunstrið, rétta Matinn og rétta Magnið
Rétta Máltíðamunstrið:
*Borðið reglulega, 3-5 máltíðir á dag, morgunverð, hádegisverð, síðdegishressingu og kvöldverð.
*Ekki sleppa máltíð. Mikil svengd leiðir yfirleitt til ofneyslu.
*Borðið frekar fleiri smáar máltíðir en fáar stórar.
*Setjist niður og borðið.
*Njótið matarins!
________________________
Rétti Maturinn:
Rétti maturinn er prótein- og kolvetnaríkur en inniheldur litla fitu. Fitan er mjög orkurík og hvetur til ofneyslu og þar með ofþyngdar.
*Borðaðu gróf brauð og grófan kornmat daglega.
*Smyrðu þunnu lagi af fituminna viðbiti á brauðið eða slepptu því að smyrja.
*Borðaðu ríflega af grænmeti og ávöxtum. Þessar vörur gefa litla orku en mikið af vítamínum, steinefnum, trefjum og öðrum hollustuefnum sem bæta heilsuna.
*Borðaðu fisk og magrar kjötvörur. Skerðu fitu burt ef hún er til staðar.
*Borðaðu kartöflur, hrísgrjón eða pasta daglega.
*Borðaðu fituminni mjólkurvörur eins og undanrennu, fjörmjólk, skyr, léttsúrmjólk, magra osta o.s.frv.
*Borðaðu léttar sósur t.d. soðsósur, sósur úr tómötum og kaldar sósur úr súrmjólk og 10% sýrðum rjóma í staðinn fyrir uppbakaðar sósur, rjómasósur og majonessósur.
*Borðaðu minna af sykri og sætum mat. Sykur veitir tómar hitaeiningar en engin bætiefni.
*Drekktu vatn í stað gosdrykkja og annarra sætra drykkja því vatnið er besti svaladrykkurinn. Einnig getur eitt vatnsglas fyrir máltíð hjálpað til við að draga úr matarlystinni
_____________________
Rétta Magnið:
*Skammtið hæfilega á diskinn – en aðeins einu sinni.
*Látið grænmeti þekja a.m.k.einn þriðja af diskinum, kjöt eða fisk annan þriðjung og kartöflur, pasta eða hrísgrjón þann þriðja.
*Ekki skera magnið of mikið við nögl. Athugið að með því að borða rétta matinn, sem er minna fitandi, er hægt að borða svipað magn og áður en grennast þó.
*Borðið a.m.k. tvær brauðsneiðar á dag með mögru áleggi, tvo skammta af mögrum mjólkurvörum, tvær meðalstórar kartöflur eða sambærilegt magn af pasta eða hrísgrjónum, 100 g af kjöti eða fiski, tvo ávexti og þrjá skammta af grænmeti (6dl). Athugið,
þetta er lágmarkið!
_____________________
manneldi.is