Jæja. Núna er ég alveg hættur að þola þetta sem er í gangi hjá mér! Málið er að þegar ég er að hreyfa mig eitthvað þá kemur þessi þvílíki hjartsláttur alltíeinu og ég verð alveg kraftlaus þangað til ég fer og hvíli mig í nokkrar klst. Mér finnst að það er ekki hægt að kenna þrekleysi um því að það er misjafnt hvað lengi ég næ að hreyfa mig áður en þetta gerist. T.d. einn föstudaginn þá var ég búinn að vera í leikfimi í tíu mínútur þegar þetta gerðist, það var fyrsti tíminn í skólanum. Svo í dag var leikfimi aftur fyrsti tíminn, útileikfimi núna, ég hljóp þar 6 hringi á Vetrarbrautinni án þess að stoppa (afrek(þeir sem eiga heima í Keflavík ættu að vita hvað Vetrarbrautin er)). Jæja, svo strax eftir það eigilega skokkaði ég heim og var hlaupandi upp og niður stigann að vesenast eitthvað á sinni hverri hæðinni. Svo hjóla ég aftur í skólann. Fer í nokkra tíma, fæ far heim og fæ mér að borða, skokka í skólann til að komast að því að er frí í næsta tíma, skokka aftur heim, skokka aftur í skólann klst seinna, klára alla tíma og fer svo til vinar. Við förum í fótbolta og þá eftir hálftíma þar þá gerðist þetta aftur. Einsog þið sjáið, ég er ekki of þreklítill, það er ekki vandamálið.
En allavega, eftir þennan hálftíma sem ég gat spilað fór hjartað alveg í flipp, maður gat fundið hjartsláttinn í bakinu! Ég var þarna annan hálftíma og gat ekkert hlaupið á meðan og náði ekkert að sparka boltanum vel, var bara einsog ég væri að gefa hann stutt á milli. Þeir hinumegin á vellinum voru að fá boltinn hraðari til baka þegar þeir spörkuðu og hann skaust til baka til þeirra af stönginni eða slánni, en þegar ég sparkaði einsog fast og ég gat til þeirra. Svo var ég alltaf að detta og þegar ég loksins gafst upp, þá gat ég varla keyrt heim :( Og núna er ennþá svona á meðan ég skrifa þennan póst.
Þetta er farið að valda mér áhyggjum sko :O Getur ekki verið eðlilegt.
Veit einhver hvað gæti hugsanlega verið að? Ef ég fæ engin góð ráð til að laga þetta frá ykkur, þá bara fer ég til læknist næst :/<br><br>Kveðja, Danni
<u><a href="
http://danni.is-a-geek.org“>Heimasíðan</a> | <a href=”mailto:klikkhausi@hotmail.com“>E-mail</a> | <a href=”
http://www.cardomain.com/id/danielr">CarDomain síðan</a> | Irc: Kane^ </u