Ég er að fara í blöðruþrýstingsmælingu sem tekur einn og hálfan tíma! Kvíði fyrir, því ég á að mæta með fulla blöðru(ég sem á erfitt með að halda í mér án þess að það sjáist að ég þurfi að pissa því ég er alltaf í spreng!).
Núna í tvo sólarhringa hef ég verið að fylla út töflu sem ég á að skila. Ég á að skrá niður eigin þvaglátsrannsókn í tvo sólarhringa. Þar fyllist út klukkan hvað maður þarf að pissa,hvað marga ml maður hefur drukkið fyrir það, því maður þarf að pissa í mæliglas! Ég á ekkert mæliglas svo ég nota alltaf sömu stærð af glasi…sem ég þarf að taka með mér í skólann til að nota þegar ég þarf á klóið þar!
Í mælingunni hjá þeim er sett grannt langt rör uppí þvagrásina og blaðran fyllt af vatni og svo læt ég bara vaða…pisspiss! Það er sagt að þetta sé óþægileg mæling en alls ekki sársaukafull! Ég kvíði rosalega fyrir þessu að vera svona lengi þarna! Pissa fyrir framan ókunnuga…en þetta er þrautþjálfað og vant fólk.
Fékk martröð um að ég hefði þurft að sofa þarna yfir nóttina!!!
Áttu líka erfitt með að halda í þér? Hefurðu alltaf verið svona?
Ég hef alltaf verið svona, en hélt aldrei að þetta væri vandamál…bara ég löt að fara á klóið eða eitthvað.
Ég myndi láta rannsaka þetta. Þetta er rannsakað svo þeir viti hvaða lyf maður á að fá, því það eru til mism. tegundir.
Nú svíður mig eftir að ég pissa. Nú þegar ég held í mér þessa dagana og kemst alls ekki á klósettið, þá byrja ég að tárast og þá byrjar mig að svíða, þetta er alveg hræðilegt ástand! Gangi þér vel og láttu vita af þessu þó rannsóknin sé ekkert til að hrópa húrra yfir.