Þá er vaxmeðferð líklega það eina sem dugir :) Þá ættu hárin að hverfa í ca. 4-6 vikur (koma kannski aðeins fljótar eftir fyrsta skiptið) og með tímanum ætti hárunum að fækka og þau verða fíngerðari. Svo eru líka til krem sem eiga að hægja á að ný hár vaxi aftur en ég man ekki hvað þau heita öll. Annar möguleiki væri að lýsa hárin þannig að þau verða minna áberandi.
Það er flott að hafa hár á bakinu. Mundu bara að greiða þau ;)
Annars er hægt að taka þau með háreyðingarkremi eða vaxi og í báðum tilfellum koma þau aftur og aftur en ef þú vilt losna við þau fyrir fullt og allt er hægt að fara í rafmeðferð eða laser og þá koma þau í sumum tilfellum samt aftur, bara ekki í sama magni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..