Átröskun!
Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér hvort ekki séu til heimasíður eða stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með átröskun. Fyrir þá sem ekki vita hvað átt er við með átröskun þá eru það lotugræðgi og lystarstol (bulemia og anorexia). Ég þekki þónokkuð vel til þessara sjúkdóma, ekki af eigin reynslu heldur er ég aðstandandi og það er svo rosalega erfitt að umgangast fólk með þessa sjúkdóma. Maður er fullur af áhyggjum og allskyns spurningar koma upp í hausinn á manni, því maður getur engan veginn vitað hvað fer fram í hausnum á þeim sem þjást af þessum sjúkdómum. Þetta er svo fjarlægt fyrir manneskju sem á ekki við þennan vanda að stríða, þetta er svo mikil sjálfspynting og vanlíðan sem er í gangi. Veit einhver eitthvað um þessa sjúkdóma…þ.e. hvað er best að gera? Getur maður gert eitthvað?