mig vantar að vita, eruð þið með einhver góð ráð við þynnku eða ógleði….. endilega þið sem eigið leið framhjá núna svarið mér þetta er frekar áríðandi…
Það er náttúrulega helst að drekka minna og ekki blanda saman tegundum. Líka bara finna hvaða tegundir þú þolir best. Ég fæ t.d. alltaf hausverk af rauðvíni eiginlega strax og ég byrja að drekka það. Líka fá þér vel af vatni og jafnvel eitthvað að éta þegar þú kemur heim af fylleríi áður en þú ferð að sofa. Áfengi nefnilega þurrkar upp líkamann, þess vegna mígur maður svona mikið og maður þarf að bæta upp vökvatapið með vatni.
Hins vegar ef maður verður samt veikur, þá geturðu tekið eitthvað magaduft, man ekki hvað það heitir en það er hægt að kaupa það alls staðar. Setur út í glas af vatni og drekkur. Svo bara reyna að sofa þetta af sér.
borða áður en maður sofnar og drekka mikið vatn fyrir svefninn, það virkar fyrir mig, ef ég drekk mikið sterkt vín fæ ég dúndrandi þynnku í hausinn sem ég laga með 2 parkódín,vatni og svefni. En ef mé er óglatt hvort sem er af þynnku eða ælupest finnst mér best að drekka kaldan eplasafa( brassa) nr 1,2 og 3. held því niðri og líður mun betur í maganum og reyna að lúlla svolítið..
ég hef aldrei orðið full en samt veit ég að það er gott að fá sér B-vítamín áður en maður fer að sofa og drekka eins mikið vatn og maður getur í sig komið. Svo hef ég líka heyrt talað um að fá sér banana og ólívur en veit ekki hvernig það virkar..<br><br>Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll? ;)
Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..