aðalmálið er að borða góðan og mikinn morgunmat og hádegismat. þá fer brennslan af stað,það er nefnilega ekkert sniðugt að fara í megrun, þá er engin brennsla í gangi. Auðvitað höldum við okkur frá sykri og feitu, en borða nógu mikið á morgnana og í hádeginu af hollum mat, borða minna þegar kvölda tekur. Það er í rauninni best að borða aðalmáltíðina í hádeginu og svo´eitthvað léttara á kvöldin. Við nefnilega brennum svo litlu yfir nóttina. Svo er annað hvort að fara í góða göngutúra eða hjóla.
Gróft brauð með osti eða tómötum, gúrku, túnfiski.Salat, grænmeti, skyr, súrmjólk og múslí, ávextir. Þetta er allt frábært. Borða svo frekar kjúkling, fisk og lamb, það er léttara í maga. Hrísgrjón, pasta, í rauninni allt nema fitu og mikinn sykur. Nota sjávarsalt í stað matarsalts, betra fyrir líkamann. Það er æðislegt að kaupa gott ferskt salat (í pokunum),grilla eða steikja í ólífuolíu kjúklingastrimla, svo er hægt að fá olífur, fetaost og allskonar baunir, túnfist, þistilhjörtu o.f. í krukkum. Setja þetta á salatið og nota vökvann úr þessum krukkum út á. Þessu gæti ég lifað á!!!!!!!!!
Vona að þetta hjálpi eitthvað.