Ég held nú að maður drepist áður en heilinn fer að skemmast. Kuldi ver heilann fyrir skemmdum ef þú t.d. drukknar í köldu vatni er lengur hægt að lífga þig við en ef þú drukknar í heitu vatni. Hins vegar ef þú ferð niður í 18-20 gráðu líkamshita, þá er hjartað væntanlega hætt að slá þannig að það er spurning hvort heilinn myndi ekki skemmast vegna þess ef það ástand varir of lengi.