Ég hef enga reynslu til að segja frá, en það sem ég hef lesið er vægast hrikalegt. Tökum sem dæmi: Í Muscle Media nefna þeir topp 6 verstu aðferðirnar við að gera magaæfingar og þar lendir Slendertone Flex/sambærileg-rafmagns-magaæfingartæki í síðasta sætinu, sem sagt, verst af öllu. Í Muscle&Fitness magazine nefna þeir einnig að þetta sé vonlaust. Ég held að það sé best fyrir þig að gera hægar sit-ups, þ.e. 2 sec. upp og halda í 1 sec. og svo 2 sec. niður aftur. Þessi æfing byggir upp mestan styrk. Margir halda að með því að gera mjög margar æfingar sé maður að móta magavöðvana, en þeir virka mjög svipað og flest allir aðrir vöðvar og þess vegna ætti maður að gera reps á bilinu 12-20, ekki meira en það. Ef þú vilt byggja upp mikinn styrk, geturu haldið 2.5 - 5kg lóði fyrir aftan hnakka, það gerir æfinguna talsvert erfiðari en gerir magavöðvana einnig mun sterkari.