Á laugardaginn byrjaði ég á hydroxycut. Maður hefur heyrt góða hluti af þessu, sérstaklega á netinu. Ég er búinn að vera að lesa um Hydroxycut á netinu, en það eru nokkrar spurningar sem ég ætla að leggja fram, og vonandi svarar eitthver fróður um Hydroxycut.
<b>1.</b> Hve oft á dag? Hvenær er best að taka inn? (fyrir æfingar, fyrir mat…)
* Ég tek núna 1-2x á dag. Fyrir morgunmat og fyrir æfingu(lyftingar+þol).
<b>2.</b> Þið sem hafið verið á Hydroxycut, hvernig áhrif funduð þið á þessu? og sáuð/funduð þið mun á árangrinum líkamlega?
* Ég er búinn að taka þetta það stutt, að ég er ekki ennþá farinn að finna þegar maður fer “upp”, tek allavega ekki eftir því. En ég finn fyrir mikilli þreytu á kvöldin (veit ekki hvort það tengist beint Hydroxycut).
<b>3.</b> Hvernig fer þetta með áfengi? Þegar prófin eru búin, um miðjan maí þá ætla ég að taka einnar helgar frí frá æfingaprógraminu mínu til að detta harkalega í það. Á ég bara að hætta að taka Hydroxycut yfir þá helgi?
Endilega þið sem vitið eitthvað um þetta, eða hafið góða/slæma reynslu af þessu commentið!! :)
ps. ég er að lyfta og tek þolið jafnt með.<br><br>_______________________