Eru íslenski tannlæknar óhæfir
Um daginn þá var ég að bursta tennurnar og tek ég þá eftir að eina fyllingin sem ég er með var laus og endaði með því að hún datt út, þessi fylling var sett í fyrir u.þ.b. ári síðan og þurfti ég að fara til tannlæknis. Þetta er sami tannlæknir og ég hef farið til í 3 ár og það var hann sem setta fyllinguna í mig fyrir ári. Ég spyr hann hvort að hann geti lagað þetta og gerir það ódýrt vegna þess að fyrri fyllingin endist stutt. Eftir um tvær vikur dettur nýja fyllingin úr og fer til læknis aftur segji honum þetta og hann gerir við tönnina og síðan fæ ég reiknig sem var þrisvar sinnum hærri en þegar ég fékk fyllingna fyrst. Ég spurði hann afhverju verðið hafði hækkað svo, hann neitaði að svara og sagði mér að borga og koma mér síðan út. Þetta er í síðasta sinn sem ég fer til hans.