Eftir minni bestu vitund um blóðgjöf, þá hefur hún engin áhrif, hvorki á svefn, né brennslu. Við eigum alveg nóg blóð eftir eftir gjöfina! Sem svo eykst smátt og smátt. Ef það líður yfir mann eftir blóðgjöf er það bara vegna skyndilegs vökvataps (í formi blóðsins), og það gerist frekar ef maður hefur ekki borðað eitthvað af viti áður en maður gefur blóðið. Og það er þessvegna sem maður fær að borða eftir gjöfina, yfirleitt eitthvað í sætari kantinum, til þess að fá sykur í blóðið, sykur er næringarefni heilans, og það er heilinn sem kallar fram yfirliðið þegar maður stendur upp af bekknum. Þú gossast blóðið niður í fætur, og vegna þess að magnið hefur minnkað er ákveðin hætta á að líkaminn nái ekki að dæla því nógu hratt upp í hausinn. Heilinn kallar þá fram yfirlið (eða yfirliðunartilfinningu), sem veldur því að maður vill leggjast aftur, og ef maður liggur er auðveldara fyrir hjartað að dæla blóðinu upp í haus (þyngdarlögmálið!). Önnur áhrif hefur blóðgjöf alveg örugglega ekki….!<BR