Heilsa landsmanna
Heilsa íslendinga hefur verið í umræðunni nú þegar manneldisstofnun hefur gert könnun á matar og drykkjaneyslu okkar. Niðurstaðan er sú að við borðum of lítið af fisk og drekkum of mikið af gosi. Nú vilja einhverjir leggja á gosskatt. Það á að draga úr neyslu gosdrykkja. En hvers vegna á ekki að fella niður virðisaukaskatt af matvælum sem teljast holl eins og grænmeti, ávextir og fiskur. Hvers vegna þarf alltaf að bæta á okkur skatta? Við hljótum að geta tekið þá ákvörðun sjálf hvort við viljum gos eða ekki, og við ættum að vita afleiðingar mikilar gosdrykkju. Það er talað um gos sé óhollt en hvað með kókómjólk og svala? Mér skilst að það sé mikil sykur í þeim vörum, á þá líka að leggja skatt á það? Hvað finnst ykkur?