flensa er stytting á orðinu inflúensa… þetta er sjúkdómur sem er af völdum veiru og er bráðsmitandi og kemur í faröldrum, einkenni eru hiti og öndunarfæraeinkenni, hósti, hálsbólga, hæsi.. slappleiki, beinverkir og höfuðverkur… fólk er oft slappt í allt að tvær vikur!!!
þannig að þegar fólk er veikt í 2 sólahringa þá er það EKKI með flensu heldur einhverja allt aðra pest!!
spænska veikin var flensa… slæm flensa!!
hægt er að bólusetja sig gegn flensu en það þarf að endurnýja bólusetninguna á árs fresti vegna þess hve veira(veirurnar a-b-c afbrigði) stökkbreytist oft og fólk er þá ekki ónæmt fyrir veirunni sem kemur næsta ár…
hinsvegar er talinn óþarfi að fullfrískt fólk láti bólusetja sig því fólk er oft veikt í tvo, þrjá daga eftir bólusetningu gegn veiki sem það er ekki einusinni víst að það fái!!!
besta leiðin til að koma í veg fyrir veikindi er að lifa hollu lífi, borða hollan mat og hreyfa sig hæfilega og taka vítamín ef það telur sig ekki fá nægilegt magn þeirra úr matnum (flest okkar borða svo óhollt að við þurfum auka vítamín…það skaðar allavega ekki að taka eins og eina fjölvítamín töflu á dag)
þegar maður verður svo veikur er aðalatriðið að hvílast vel, vera hlýtt og drekka nægann vökva… nota svo lyf við t.d. verkjum og háum hita (paracetamol) og hóstamixtúrur ef það á við.
nota svo skynsemina í notkun á náttúrulyfjum, í stað þess að taka risaskammt af c-vítamíntöflum getur verið alveg jafn gott að borða stóra appelsínu… allskyns olíur geta líka gert gott, sérstaklega ef þeim er nuddað inn í húðina því nudd hefur mjög góð áhrif á líkaman… í raun öll snerting!
ég ætlaði að setja þetta sem svar við “Flensa!” en þetta var orðið svo langt að ég ákvað að senda þetta inn sem grein.. vonandi byrja skemmtilegar umræður um þetta
ps. ég studdist að hluta til við pistil á doktor.is um inflúensu.. linkurinn er http://www.doktor.is/grein/efni/grein.asp?id_grein=485& flokkur=4&leit=flensa