Ég er farin að halda að ég sé með einhvers konar sykurfíkn… en samt ekki. Mér finnst ég bara getað borðað sætan mat en ef ég ætla að borða eitthvað annað s.s. fisk þá kúgast ég bara og einfaldlega get ekki borðað það. Samt er ein undantekning frá þessu því ég get borðað popp. Ég tek það fram að ég er enginn sælgætisgrís en ég fæ svona dellur í mat og borða til dæmis BARA mandarínur eða sveskjur eða drekk malt.
Svo er eins og ég hafi stundum matarleiða. Ég er kannski svöng og langar í eitthvað en hef svo ekki lyst á neinu og fæ mér ekki neitt. Þetta er kannski ekkert mál þannig séð en þetta er farið að gerast dáldið oft.
Kannist þið við eitthvað af þessu? Sykuráráttuna, matarleiðann eða þessa skrýtnu fíkn í skrýtinn mat?
Eða er ég bara svona rosalega skrýtin hehe:)