Núna er ég búinn að vera duglegur í ræktinni síðustu 40 daga eða svo og hef farið svona 3-4 sinnum í viku. Það var ánægjulegt að sjá alltaf vigitna hækka og ég var kominn í 75,30 kíló fyrir 4 dögum síðan og ég hlakkaði til að fara upp í 76 og svo framvegis, en nei. Þá kemur lítið vandamál, síðustu tvö skipti í ræktinni hef ég lést og ég er núna ákkurat 75 kíló. Meðan öll hin skiptin hef ég verið að þyngjast um svona 0,4-0,6 kg þá léttist ég um 0,3 kg á örfáum dögum.
Hvernig get ég snúið þessu við? Ég er alltaf búinn að hafa æfingarnar alveg eins eða líkar, fer í sömu tækinn og geri 2x10 sinnum og þyngi lóðin smátt og smátt, svo er mataræðið líka fínt, borða 6 sinnum á dag og næ alltaf 150 grömmunum af próteinum á dag og líka 3000 kaloríum.
What to do, what to do???