Ég skrifaði fyrir nokkru um kjálkabrak og var að velta því fyrir mér hvort fólk vissi hvort það væri eitthvað hægt að gera. Hins vegar þá hefur þetta verið að versna nokkuð stöðugt og núna er það komið á það stig að ég finn nánast stöðugt fyrir sársauka í hægri kjálkaliðamótunum og það er orðið nokkuð óþægilegt að borða eitthvað hart og/eða seigt.

En ég bara er ekki viss hvort ég ætti að fara til tannlæknis eða heimilislæknis með þetta. Veit einhver hvort það er? Öll hjálp er vel þegin. ^^
-Shimo
=)