ég myndi kíkja til tannlæknis miklu frekar en heimilislæknis - það eru tannlæknar sem eru sérfræðingar á þessu svæði og eiga að komast að því hvað er nákvæmlega að…eins og sést á huga-nafninu mínu, þá er ég tannsanemi, og er í fyrirlestrum um einmitt svona óþægindi…og það getur vel verið að þessi óþægindi stafi af einhverju allt öðru en kjálkanum á þér….ef þú gerir ekkert í þessu, þá ferðu að leita framhjá sársaukanum og byrjar að “venjast” honum, og það er bara slæmt, t.d. fyrir bitið (hvernig þú tyggur). þannig, endilega pantaðu tíma hjá tannlækni - ef þú átt lítinn pening (ert eldri en 18 og færð ekki niðurgreitt frá ríkinu!) þá er hægt að panta tíma hjá tannlæknanemum í Læknagarði fyrir lítinn sem engan pening (held það kosti ekki mikið!)
Kveðja,
dentist