Sko ég þoli ekki fólk sem að segir “ég er svo ljót” en meinar “æj ég veit það ég er sætust” Þetta er ógeðslega pirrandi. Ég þekki nokkra svona, og ég nenni ekki einu sinni að standa í því að segja “jú, hvað er að þér? Þú ert víst sæt” þetta er óþarfi því að ef fólki finnst það ljótt, þá á það ekki að þurfa að láta aðra vorkenna sér.
Okey sumir sem segja þetta eru ekkert sæt/ir (að mínu mati) en einhvern vegin þá segir maður bara´“láttu ekki svona þú ert ekkert ljót”. Ég vorkenni ekkert fólki sem tuðar svona í manni allan daginn og ætlast til þess að maður vorkennir sér allveg rosalega, eins og maður hafi alldrei heyrt neitt verra!
Okey þeir sem segja þetta finnast þeir sjálfir kannski hreyllilega ljótir, en til hvers að segja mér það, á ég ekki bara að sjá sjálf hvernig fólk lítur út?
En reyndar þá held ég að fólk sem finnast þeir sjálfir ljótir láti lítið á því fara og fela það með ýmsum snyrtivörum svo það komi bara “New face”. Fólk sem að er ljótt er bara ljótt og það lagast ekkert á því að tuða. :Þ Mitt álit!!!
Kíktu á síðuna mína, hún er svo flott!