Nú hef ég verið á Líkami Fyrir Lífið prógramminu í næstum þrjá mánuði og líkar vel. Árangurinn er greinilegur og mér finnst ég vera að uppskera árangur erviðisins. Þegar ég var að byrja ákvað ég að fara í verlun EAS á Íslandi og fá ráðleggingar um næringa og próteindrykki. Þetta er þjónusta sem þeir bjóða fólki og fannst mér alveg nauðsynlegt að fara þar sem ég vissi svo lítið um það sem ég var að fara útí. Jæja, í stuttu máli get ég sagt það að þetta var alveg glatað! Reyndar finnst mér allt við þessa verslun og þetta fyrirtæki hálf glatað! Heimasíðan er ömurleg og þar er ekkert frekar hægt að fá upplýsingar en í versluninni. Mér fannst vera nauðsynlegt að fara í næringarefni og fæðubótadrykki til þess að aðstoða mig í LFL, en eftir þau viðskipti sem ég átti við EAS að þá var ég næstum hættur við að prógrammið og var alvarlega að hugsa um að finna mér eitthvað annað prógramm.

Mig langar að vita hvaða reynslu fólk hérna hefur af EAS á Íslandi.

Kveðja,
deTrix