Sæll aftur,
Í sambandi við cheerios-ið, þá eru þetta í raun alveg sama varan, þ.e bæði hið eina sanna cheerios. Margar vörur eru tvískráðar svona í grunninn af Manneldisráði, sennilega bara til þess að gera fólki auðveldara fyrir að finna þær. Sumir myndu t.d bara leita að “Morgunkorn”, en aðrir myndu kannski leita að “Cheerios”.
Súkkulaðismjörið … jú ég hugsa að “SÚKKULAÐIÁLEGG” í grunninum sé nokkuð nærri lagi.
Varðandi próteindrykkina, þá er búið að skrá alveg helling af þeim inní kerfið. Þú ættir að geta fundið þá ef þú leitar t.d að “myoplex”. Einnig geturðu bara flett á flokkinn “Fæðubótarefni” í leitarglugganum. Þá færðu upp helling af drykkjum ofl.
Einnig er þarna kreatín, bæði “Kreatín, hreint” og svo líka kreatín/kolvetnisdrykkir eins og t.d “AST HSC”. En athugaðu að hreint kreatín inniheldur engar hitaeiningar og þar af leiðandi enga næringu/orku.
Svo er annað sem þú getur gert þarna. Ef þú ert með einhvera vöru sem er ekki til í grunninum, þá geturðu farið í “Mínar vörur” sem er í valmyndinni á vefnum, og skráð vöruna inn sjálfur. Þá skoðarðu náttúrulega bara innihaldslýsinguna á vörunni og skráir hana inn, ásamt næringarefnum í 100 gr.
Þegar þú ert búinn að skrá hana inn, þá geturðu notað hana eins og hverja aðra vöru á vefnum og bætt henni við máltíðirnar hjá þér.
Það er korkur á spjallboðinu okkar með leiðbeiningum um hvernig þetta er gert. Mjög einfalt.
<a href="
http://www.hot.is/messageboard/comments.php?forumid=1&threadid=161">
http://www.hot.is/messageboard/comments.php?forumid=1&threadid=161</a>