Ef þið eruð að tala um kúrinn með rækjunum og beikoninu og því öllu þá byggist hann á því að borða prótein og fituríkan mat, og halda kolvetnum í matnum í lágmarki. Þetta hefur hins vegar verið þekkt matarræði um árabil í líkamsræktarheiminum, ég á bók um þetta síðan 1994 eða 1995 sem er skrifuð af lækni, ekki þessum sem er að markaðssetja þetta núna þannig að þetta er ekkert nýtt.
Töfralausnin er hins vegar löngu fundin, hún byggist á því að borða eðlilegan og hollan mat í hófi, stunda gott æfingaprógramm, nota kannski góð fæðubótarefni með, og leyfa sér smá óhollustu öðru hvoru.
Ef þið kynnið ykkur feril fremstu vaxtarræktar og fitness keppenda í heimi finnið þið ekki marga, ef bara nokkurn yfir höfuð sem hefur náð sínum árangri á svona ruglöfgakúrum, sama hvað þeir heita, og öllum sem ég hef lesið viðtöl við finnst gott að fá sér greasy skyndibita öðru hvoru.
Það er ótrúlegt hvað hægt er að selja fólki ef maður lofar að því meira sem það sitji á rassgatinu hreyfingarlaust, þá missi það fleiri kíló ef það notar bara undrakúrinn sem maður fann upp.
Mér finnst verst að það var ekki ég sem “fann upp” megrunarplásturinn, þá væri maður bara hættur að vinna og farinn full time í áhugamálin :)
Ef þið viljið virkilega skipta um lífsstíl, líða betur og komast í form, ættuð þið að kynna ykkur betur töfralausnina hér að ofan.
Kveðja
gixxe