Teygjur/slökun
Það er ÆÐI að eiga 3ja mánaða kort í líkamsrækt, vera með stundatöflu og velja það hvenær hentar manni að fara yfir daginn þangað. Svo er svo gaman þegar maður sér hvað maður er að brenna miklum kaloríum. Fór í Teygjur/slökun, sem var tími hjá einum þjálfara. Í enda tímans var löng slökun og við áttum að liggja með lokuð augun allan tímann. Einn maður var farinn að hrjóta og ég var hætt að heyra í þjálfanum þar sem ég sofnaði líka! En hraut sem betur fer ekki :) En mig dreymdi að ég væri að leita að sæng, því mér var orðið svo kalt…þá vaknaði ég og fattaði að ég var enn þarna liggjandi og var farin að heyra í þjálfanum. Það var orðið ískalt í salnum og þjálfinn(sem talaði rosalega hægt) talaði um að klukkan hafi stoppað(klukkan á veggnum) og þá hafi orðið svona kalt…miðstöð hússins að kenna. En yndislegt var að sofna þarna :) eftir allar teygjuæfingarna