Ef þetta er vegna óhóflegrar músarnotkunar, þá geturðu prófað að músvenja hina hendina (ég prófaði það sjálfur með góðum árangri), halda þig frá tölvuleikjum og forritum sem krefjast mjög mikillar músanotkunar, kynna þér flýtitakka sem þú getur notað í staðinn fyrir músina og ef í harðbakkann slær geturðu fengið þér sérstaka mús fyrir úlnliðsveika en hún lítur út eins og stýripinni og fæst að ég held hjá EJS.
Annað sem þú ættir að gera er að fá þér ól utan um úlnliðinn til að halda við hann (apótek) og liðka hann 1-2 á dag með því að snúa honum í allar áttir og hringi eftir því sem þér dettur í hug. Eitthvað af þessu ætti alla vega að hjálpa.