Það er nú merkilegt með hvað er hægt að rannsaka þessa dagana
Jújú ég var að lesa DV-heimur og sá þar grein um að það væri búið að sanna það að kynlíf væri gott fyrir heilsuna og stóð það að eftir að hafa rannsakað yfir 2000 pör væri hægt að sjá afgerangi niðurstöður þar sem kynlíf kæmi í veg fyrir heilablóðfall.
Sjálfur held ég því fram að fólk stundi ekki kynlíf í heilsuræktarskyni (Allavega ekki ég) né til þess að koma í veg fyrir heilablóðfall á komandi árum.
Það eina sem ég sé útúr þessari rannsókn er það að eftir 50 ár verði komin sérstök meðferðarheimili fyrir gamla kalla sem eru í áhættuhópi varðandi heilablóðfall þar sem þeim yrði veitt kynlíf sem við skattsgeiðendur myndum borga fyrir.
Svona rannsóknir segja mér persónulega ekki neitt.
Með gleðikveðju
vallip