Bestu sjampóin eru Bio+ sem eru/voru til í apótekunum.
Ef þú ert bara með flösu þá myndi ég fá mér grænu týpuna. Ef þú hins vegar ert líka með sár, eins og margir fá, þá myndi ég taka brúnu týpuna og vökva með (rauð týpa). Þessar vörur eru ekki lyfseðilsskildar og þrælvirka. Það skiptir máli að nota lítið í einu, nudda vel í hársvörðinn, bíða í smá stund og svo skola. Ef þú ert með sárin þá skaltu nota brúnu týpuna þar til brúsinn er búinn (hann endist lengi) og skipta þá yfir í mildari týpu (t.d. þá grænu). Ekki nota þessa brúnu of lengi, s.s. ekki nota það til að fyrirbyggja, því að þú getur orðið ónæm/ur fyrir því.
Það er svolítið langt síðan ég keypti þetta síðast þannig að ég veit ekki hvort þetta fæst ennþá. En þú sparar þér allavega ferðina til læknisins fyrir lyfsseðlinum. Þar að auki er lyfið sem þú líklega færð eitthvað í stíl við Fungoral, rándýrt og þú verður ónæm/ur fyrir því eftir alltof stuttan tíma (mitt álit).