Taktu 20-30 mín. fyrir morgunmat. Helst láttu bíða að borða morgunmatinn þar til klukkutími er liðinn frá æfingu. Ef þú nennir þá geturðu líka tekið aðra törn seinna um daginn. Samt ekki sprengja þig með að byrja af of miklum krafti. Byrjaðu þá frekar þrisvar í viku ef þér finnst erfitt og auktu svo fjöldann. Ágætt að æfa 6 daga vikunnar og taka frí á nammidaginn. Auk þess, slepptu öllum sykri og öllu gosi nema á nammidögum, já, líka diet. Slepptu líka fitu og salti eftir því sem þú getur.
Ég lofa því að þetta svínvirkar. Hins vegar hef ég ekki sjálfsaga til að fara eftir eigin ráðleggingum :)