Þetta var svona líka hjá mér. Fyrst bara einu sinni á dag en svo alltaf oftar og oftar og eftir einhvern tíma gat ég ekki tuggið né geispað eða hnerrað því að það var einhvern vegin eins og kjálkinn hefði hrokkið úr lið í hvert skipti sem að ég opnaði munninn eitthvað aðeins. Þetta truflaði mig í ca. ár en vildi ekki fara í aðgerð út af þessu því að ég ætlaði að sjá til og athuga hvort að þetta myndi ekki lagast og að lokum gerði það það.
Ég myndi samt leita til heimilislæknisins þíns til öryggis og athuga hvað honum/henni finnst að þú ættir að gera.
Vonandi lagast þetta samt fljótlega. :)
Kveðja
Ekla