Góð og vond kolvetni?
Það var í morgunþættinum á RÚV viðtal við lækni o.fl. sem virðast hafa einhverja rosa lausn við offituvandmálum og öllu sem fylgir (þreyta, slen, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómar o.fl.). Þetta hefur eitthvað með breyttan lífsstíl að gera sem er að taka út ákveðna hluti úr fæðinu sem er með ,,vond kolvetni"; þetta heyrðist mér meðal annars vera; brauð, kartöflur, pasta, hrísgrjón og sykurríkar vörur). Ok er hins vegar að borða t.d. kjöt. Ég bara kom of seint inn í þetta til að ná hverjir voru í viðtalinu og hver er hægt að fá frekari upplýsingar. Það er eins og venjulega þegar útvarpsfólk er með þætti að það kynnir viðmælendur bara fyrir þáttinn þannig að þeir sem inn koma að hlusta vita aldrei við hvern er verið að tala. Ætti auðvita að kynna viðkomandi á eftir viðtali líka. Dauðvantar upplýsingar um þetta ef einhver veit.