Við höfum öll verið frædd í þaula um eyðileggjandi áhrif reykinga á heilsuna, en það virðist oft ekki vera nógu stór hvati til að hætta alveg.
Ef þú reykir enn, hugsaðu þér bara hvað þú getur bætt líf þitt mikið, bara með því að hætta að reykja.
Ef það vex þér augum og þú hefur átt erfitt með að breyta þessum vana, þá eru til ýmsar leiðir til að hjálpa þér til að ná takmarkinu.
Reykingar eru lærðar á sama hátt og hver önnur hegðun, og hefur orðið að vana sem sumir eiga erfitt með að losna við.
Fyrir síðustu jól kom út á vegum Hugbrots
útgáfunnar geisladiskurinn “Reyklaust líf”.
Hann byggir m.a. á rannsóknum í dáleiðslu,
djúpslökun, tónlistarlækningum og beitingu
ímyndunraflsins og hefur mótandi áhrif á
hugann, taugakerfið og hæfileika hlustandans
til þess að læra og tileinka sér nýja vana.
Diskurinn byggir á sefjunarfræði og hugrænni
atferlismótun. Hann byrjar á því að færa
hlustandann í djúpa slökun en síðan tekur
við markvisst ferli sem hefur áhrif á viðhorf
og vanahegðun hans þannig að hann á mun
auðveldara með að tileinka sér nýjan lífsstíl
án reykinga.
Aðferðin virkar mjög vel fyrir þá sem eiga
sérstaklega erfitt með að hætta reykingum og
gerir oft “herslumuninn” að sögn þeirra sem
hafa notað hann, en fjölmargir hafa notað
geisladiskinn með góðum árangri.
Við gerð geisladisksins var stuðst við
bækurnar “Handbook of Hypnotic Suggestions and
Metaphors” sem gefin var út af The American
Society of Clinical Hypnosis, og “Hypnotherapy
Scripts – A Neo-Ericksonian Approach to
Persuasive Healing” eftir Ronald A. Havens
Ph.D og Catherine Walters M.A., M.S.W.
Ef þú vilt nálgast frekari upplýsingar um
geisladiskinn kíktu þá í heimsókn og skoðaðu það sem
við höfum á boðstólum.
Við eigum heima á
http://www.gardar.com/GG