Mig langar að segja ykkur frá reynslu minni. Ég er 14 ára stelpa og er hjá sjúkraþjálfa.
Ef ég á að segja eins og er þá finnst mér það heldur ungt til þess að vera að spá í eithað svoleiðis hvað þá að þurfa að fara til eins.
Ég hef alla tíð verið frekar löt (að hreifa mig). Ég er samt ekkert feit eða neitt þannig ég nennti bara ekki að fara að æfa íþróttir. Svo núna fyrir rúmu ári fór ég að fá svo mikla vöðvabólgu og fá svo í bakið. Þetta hljómar asnalega en þetta er sannleikurinn.
Ég fór til læknis og hann sagði mér að fara til sjúkraþjálfa sem ég og gerði. Þá kom í ljós að ég er mjög slæm af vöðvabólgu er MJÖG slæm í baki sem mig grunaði alveg því ég var farinnað finna verulega til.
Eftir fyrsta tíman hjá sjúkraþjálfa ákvað ég að gera eithvað í málinu og ég fór að hreifa mig. Núna fer ég til sjíkraþjálfa 2.í viku og hreifi mig þar. Til dæmis hleyp ég og lyfti til að styrkja hendurnar.
Svo dreif ég mig í blak og ég tók einnig átak í mataræði.
Núna líður mér miklu betur og ég er öll hressari. Leti er engin afsökun. Ég “þjáðist” af leti en það er bara að taka á honum stóra sínum og fara að hreifa sig :o)
Mér langaði bara að segja ykkur þetta. Það er allt hægt ef að viljinn er fyrir hendi.
Thesa
Ástin er sársauki..