Með þessari grein ætla ég að svara ásökunum hjá geggi um að ég sé bjáni
Það er greinilegt að þú heldur að þó þú sért búin að taka einn næringarfræði áfanga í framhaldsskóla þá vitir þú allt
en svo er ekki,
ég ætla ekki að vera leiðinlegur en greinin þín byggist á hroka og fáfræðslu, en svona er þetta nú
Salt bindur vatn í líkamanum, sem sagt líkaminn byrjar að safna bjúgum.
Ég tala aldrei um að það sé eitthvað að góðum kolvetnum heldur hvet ég fólk til neyslu á þeim í grein minni.
Þetta með lýsið og eituráhrif er rétt að hluta fólk getur fengið A-vitamin eitrun, en þá eingöngu við mikla neyslu í langan tíma, börn eru að vísu viðhvæmari fyrir a-vitamín eitrun heldur en fullorðnir.
A-vitamin eitrum getur valdið dauða meðal barna og kom það stundum fyrir á fyrri hluta 19.aldarinnar þegar mæður voru að gefa börnum sínum lúðulýsi sem inniheldur margfalt meira A-vitamin heldur en Þorskalýsi.
Þetta með próteinið er staðreynd, líkaminn breitir ekki Próteinum í ATP (sem er orka sem vöðvar líkamans nota) nema um hungur sé að ræða.
Prótein er það efni sem sér um fluttning boðefna í líkamanum, endurnýjun vöðva, býr til nýja vöðva og fleira.
Svo var þetta með kreatínið, þetta var að hluta til rétt hjá Frosty en ekki alveg, kreatín stuðlar að auknu ATP í vöðvum (ATP er orkuefni en ekki uppbyggingarefni) sem sagt meiri orka, en til þess að vöðvarnir stækki og öðlist meira þol þarf til prótein (kreatín stuðlar að auknu frásogi próteins inní vöðvana)
Amínósýrur eru prótein, lífsnauðsýnilegar amínósýrur eru 8 talsins (þær amínósýrur sem líkaminn getur ekki framleitt) heldur þurfa þær að koma úr góðu og fjölbreittu fæði.
Auðvitað stuðlar þá kreótín að auknu þreki, með öllu hinu að leiðarljósi.
Síðan minntist ég hvergi á það að ég hefði ekki efn á að stunda líkamsrækt (spila bandy 2-3 í viku og veggtennis 1-2 í viku).
Samt sem áður er til fólk sem ekki hefur efn á því að halda heilög jól hvað það þá að stunda líkamsrækt, þú skalt ekki dæma það fólk og lýsir það engu nema hroka.
Virðingarfyllst
vallip
Es. hef lokið bóklegu námi sem Matartæknir við Verkmenntaskólan á Akureyri með einkunn uppá 9 í næringarfræði, Matartæknar eru það fólk sem sérhæfir sig í sérfæði fyrir hina ýmsu hópa innan samfélagsins aðalega inná heilbrigðisstofnunum og sem næringarráðgjafar inná líkamsræktar og endurhæfingarstöðvum.