smá framhald frá þessum 13 daga kúr.
Eins og einhver benti á þá á að borða 5-6 litlar máltíðir á dag til að halda brennslunni gangandi allan daginn.
Ekki trúi ég því að það að borða 3 máltíðir á dag í 13 daga (kaffi talið með sem máltíð) grenni mann og að maður fitni ekki aftur næstu 2 árin.

Ástæðan fyrir því að fólk grennist á svona “kúrum” er sú að yfirleitt innihalda þeir MJÖG fáar hitaeiningar þannig að, að sjálfsögðu grennist maður og hægir í raun á brennslukerfinu því að líkaminn tekur þessu sem svelti.

Þannig að það sem virkar er að borða 5-6 litlar máltíðir á dag og þannig “plata líkamann” afþví að þá er hann stöðugt að fá eitthvað og heldur brennslunni því gangandi. Svo einn dag í viku er nauðsynlegt að “sjokkera” líkamann og borða það sem mann langar í, munið bara að njóta þess að borða það, ekki bara borða það afþví að ykkur langar í það.
Þegar líkaminn er sjokkeraður þá fer nottla allt á fúlle spítt í brennslu og so on og so on :)
vona að þessi langloka hafi gagnast einhverjum. :)

kveðja, pocogirl sem er einkaþjálfari.