Áfengi er sá vímugjafi sem flestir kynnast og neyta á lífsleiðinni. Misnotkun áfengis leiðir oft til neyslu annarra vímuefna. Því yngri sem viðkomandi er þegar neysla áfengis hefst þeim mun meiri líkur eru á því að viðkomandi missi stjórn á neyslunni og leiðist út í notkun sterkari vímuefna. Það er mikilvægt að taka sjálfstæða ákvörðun um notkun áfengis og annarra vímuefna og þora að segja nei þegar slíkt stendur til boða. Það er hins vegar um að gera að ræða málin við foreldra og aðra þá sem geta gefið réttar upplýsingar varðandi vímuefni.
Margir sem neyta áfengis lenda í því að drekka sig ofurölvi, segja eða gera hluti sem þeir iðrast. Að minnsta kosti 10% fullorðinna áfengisneytenda eru alkóhólistar. Þeir hafa misst öll tök á neyslunni og líf þeirra er undirlagt af áfenginu. Að minnsta kosti jafn stór hópur, ef ekki helmingi stærri, er í verulegum vanda vegna neyslu sinnar þó ekki sé um alkóhólisma að ræða.
Áfengi drepur heilafrumur, hjartafrumur og frumur í fleiri líffærum líkamans. Mikil áfengisneysla getur leitt til varanlegs skaða ýmissa líffæra, t.d. lifrar, nýrna og maga. Áfengi virkar þannig á rauðu blóðkornin að blóðið streymir hægar um æðarnar, sem aftur leiðir til súrefnisskorts, meðal annars í heila. Áfengi truflar úrvinnslu líkamans á næringarefnum og dreifingu þeirra um líkamann með blóðrásinni. Viðkvæmastar fyrir áhrifum áfengisins eru taugafrumurnar og valda þau áhrif áfengisvímunni. Starfsemi taugakerfisins, hugsun og athygli sljóvgast þannig að erfiðara er að halda samhengi í hugsun og dómgreindinni hrakar.
Misnotkun áfengis birtist á ýmsan hátt:
Viðteknar neysluvenjur eru brotnar. Dæmi um áfengisnotkun á virkum dögum, drykkjutúrar og neysla ólöglegra vímugjafa.
Stjórnlaus neysla. Til dæmis er drukkið meira en áætlað var og erfitt er að hætta þegar neysla er á annað borð hafin.
Slys vegna
Neyslan hefur forgang.
Hegðunarvandamál, svo sem ofbeldi, ölvunarakstur og þunglyndi.
Vandamál í skóla og vinnu, til dæmis fer námsárangri hrakandi og afköst í vinnu minnka.
Samskiptaörðugleikar.
Líkamleg einkenni svo sem skjálfti, minnisleysi og fráhvarfseinkenni.
Því yngri sem neytandinn er þegar hann byrjar að drekka þeim mun meiri líkur eru á að hann lendi í vandræðum vegna neyslu sinnar og auknar líkur eru á að hann fari að nota önnur vímuefni.
Þeir sem koma úr fjölskyldum þar sem talsvert er um alkóhólisma eru í sérstökum áhættuhópi. Þeir sem ætla að nota áfengi til þess að sigrast á tilfinningalegum erfiðleikum, eins og feimni og vanmáttakennd eða til þess að flýja erfiðleika í hversdagslífinu eru sömuleiðis í sérstökum áhættuhópi.
Kveðja ICEBERG
A