Eins og allir vita þá er loftið eitt það nauðsynlegasta sem við getum fengið við heilsusamlegu líferni. Sóðar sem reyna að taka sig á en ekki geta, og allir aðrir, ættu að lesa eftirfarandi.
Þú getur keypt vistvænan pappír og minnkað pappírs- og plastnotkun með því að nota minna magn, kaupa stærri matarpakkningar og stuðla að endurvinnslu plasts og pappírs. Notaðu innkaupatösku.
Endurunninn salernispappír og eldhúsrúllur, endurunnar og óbleiktar kaffisíur, endurunninn eða klórfrír skrifpappír og umbúðir sem má endurnýta og þvottaefni sem innihalda náttúruvæn efni. Mundu að ekkert sem þú notar hverfur í náttúrunni. Þess vegna er um að gera að sóa sem minnstu og endurnýta sem mest.
Þú getur flokkað sorp í fjóra flokka:
- Til eyðingar eða urðunar, svo sem ónýt föt.
- Málma, tré, gúmmí, gler, plast og pappír til að endurnota sjálfur eða til að skila til gámastöðva eða endurvinnslufyrirtækja.
- Spilliefni til að skila í gámastöðvar eða sorpeyðingarstöðvar.
- Lífrænan úrgang í safnhauga eða sorptunnur.
Þú getur sparað þúsundir króna á ári og komið í veg fyrir mengun með því að nota ekki einkabíl nema stundum til þess að fara ferða þinna. Prófaðu strætisvagn, hjól eða gakktu ef aðstæður leyfa.
A