Alkahól eykur vatnstap. Alkahól minnkar framleiðslu á antidiuretic hormóni, en
það stjórnar jafnvægi á vatninu í líkamanum. Fyrir 10mg af alkahóli sem þú
drekkur (um einn drykkur) þá tapar þú 1,2 lítrum af vatni úr líkamanum.
Vatnstap vegna neyslu á alkahóli veldur því að líkaminn tapar einnig mikilvægum
vítamínum og steinefnum, s.s. magnesíum, potassíum, kalki og sink. Þetta eru
nauðsynleg efni til að viðhalda jafnvægi á vökvum í líkamanum og einnig tauga- og
vöðvakerfinu (þess vegna verður fólk “fullt”, þ.e. taugakerfið- og vöðvakerfið er
ekki að vinna í samhljóða).
Alkahól truflar vinnslu á fitu og glúkósa. Líkaminn býr til líkamsfitu úr fitu og glúkósa sem er svo komið fyrir í frumum í lifrinni, sem er mjög hættulegt.
Framleiðsla á fitusýrum eykst þegar lifrin kemst í snertingu við alkahól. Fita safnast saman í lifrinni eftir að hafa drukkið í aðeins eina nótt.
Alkahól truflar vinnslu á amínósýrum. Þetta veldur prótein-skorti í drykkjumönnum.
Mikil neysla alkahóls truflar meltingakerfið við að vinna úr mikilvægum vítamínum eins og þíamín, fólasín og Vítamín B12. Vítamín og steinefnaskortur eru óhjákvæmilegar afleiðingar alkahólsneyslu, því alkahól truflar alla starfssemi líkamans við að vinna úr mikilvægum vítamínum og steinefnum.
Alkahól hækkar blóðþrýsting.
Tveir þriðju kalóría úr bjór eru notaðar til hitunar á líkamanum, en fara ekki í líkamann sem glúkósi (sem er lífsnauðsynlegur fyrir starfssemi vöðva-, tauga- og heilakerfið).
Neysla á alkahóli veldur glúkósaskorti í líkamanum.
Neysla á alkahóli dregur úr þoli.
Neysla á alkahóli truflar niðurbrot á mjólkusýrum í líkamanum, þar af leiðandi safnast mjólkursýra í blóðinu.
Neysla á alkahóli veldur hitatapi og lækkar þar af leiðandi líkamshita.
Áhrif alkahóls eru svipuð og eiturs.
Alkahól er selt af íslenska ríkinu, og er gróðinn margir milljarðar á ári.