Ég á svo rosalega erfitt með að koma mér af stað að æfa. Á kort og allan pakkann en ég bara nenni ekki að fara. Ég reyki eins og strompur en borða samt alveg ágætlega hollan mat. Hef aldrei þurft að glíma við fitu fyrr en núna, alveg óþolandi og það er eiginlega orðið þannig að ég þori varla að fara. Er samt ekkert hrikalega feit en ég yrði alveg massaflott myndi ég losna við svona 10-15 kg. Ég er ekki að leita eftir neinum skyndilausnum, ég er bara að spyrja: Hvernig komið þið ykkur í það að fara á æfingar?

Þið sem hafið hætt að reykja, endilega gefið mér ráð. Ég er búin að prófa tyggjó og nefsprey og búin að reyna að hætta svona 5 sinnum á þessu ári.

Muje