Ég hef verið að gera mér grein fyrir því síðustu mánuði að kannski drekk ég fullmikið. Það hefur verið sagt að sé ansi blautur og sé fyllibytta, en það er þá alltaf á léttari nótunum og hefur mér fundist það þá, vera í einhverju gríni.
Vissulega hef ég drukkið mikið, drekk á hverjum degi, þótt ég sé kannski ekkert alltaf dauðadrukkinn.
En hvenær drykkja er orðin vandamál?
Er það þegar þú missir úr vinnu daginn eftir?
Þegar þú þarft að fá þér afréttara?
Þegar þú ert farinn að brjóta lögin, kannski með ölvunarakstri eða óspektum.
Ef svo er þá er þetta ekki vandamál hjá mér.
Hinsvegar hef ég hugsað um það hvort ég gæti bara hætt að drekka sisona, einn tveir og bingó og ekki fá mér í glas aftur. Svar mitt er einfalt NEI. Það er alltof gott að drekka.
Þannig að núna ætla ég að minnka drykkjuna, ekki drekka á virkum dögum, og allavegna eina edrú helgi í mánuði. Fæ mér nú reyndar bjór, en ekki fleiri en tvo.
Og nú er fyrsta edrú helgi í eitt og hálft ár, og þetta er ömurlegt!!!
Miklu erfiðra en ég hélt, er reyndar alveg að drepast, get ekki einbeitt mér að neinu (búinn að vera klst að skrifa hingað, hálfnaður með uppvaskið), er eirðarlaus og skapstirður.
Og nú er ég alvarlega farinn að halda það að þetta sé vandamál hjá mér.
Ætlaði í ríkið í dag, var reyndar lagður af stað þangað klukkan hálf sjö, en mín lítla sjálfstjórnun snéri mér við og sendi mig í sund.
Veit ekki alveg hvort mér kvíði fyrir eða hlakki til þegar ríkið opni í fyrramálið.
Veit að, fái ég mér flösku, verður yndislegt að fá sér sopa, en veit að samviskan mun naga mig.
Held ég reyni að vakna fyrir opnunartíma átvr og keyra eitthvað útúr bænum þar sem ekkert ríki er og koma ekki aftur fyrr en eftir tvö.
meen hvað þetta er ömurlegt!
en svona er þetta nú bara………