Mér langaði aðeins að forvitnast :D
hjá mér stendur að fara í (vertical ostetomia) eða með öðrum orðum kjálkastyttingu. ég er búin að vera með spangir í 2 og hálft ár, var eiginlega ekkert með mikið skakkar tennur, en svona tekur slatta tíma að laga. í enda september eða byrjun október fer ég í þessa aðgerð, og þá verður tekið nokkra millímetra af neðri kjálkanum, því ég er með skakkt bit. þá færist kjálkinn aftur og þá get ég bitið saman eðlilega.
Þetta verður víst nokkuð langan tíma að gróa, auðvitað, þetta er bein sem er verið að díla við, en læknirinn sagði að gróunartíminn gæti verið frá 6 vikum(einn og hálfan mánuð) og upp í 2 mánuði.
Ég er svona að reyna að minnka stressið, ég var alveg að flippa út af stressi þegar endajaxlarnir voru teknir.
En ég er aðalega forvitin og vil helst heyra eitthvað frá fólki sem hefur farið í gegnum þetta og fá svona comment, hvað er gott að borða á meðan, þar sem ég get ekki tuggið, allt verður fljótandi. Og hversu lengi það var á spítalanum og hversu lengi það var heima(semsagt ekki að vinna). Ég er líka nokkuð stressuð með vinnunna, ég veit að það er ekkert mál að fá frí en samt að hafa einhvern fyrirvara og geta sagt þeim áður en ég fer.
þannig að það væri gaman að heyra frá fólki hvað þeim finnst um þetta og svona
takk
clara