Hæ öll..
Málið er að ég hef áhyggjur af vinkonu minni, hún drekkur mikið og í hvert skipti sem hún dettur íða man hún lítið sem ekkert eftir kvöldinu. Nú er Mamma henna óvirkur alki og þessvegna byrjaði hún ekki að drekka fyrr en 17 ára, en þá byrjaði hún líka með trukki… Foreldrar hennar máttu aldrei vita að hún væri byrjuð að drekka og þetta hélt áfram í einhvern tíma þangað til pabbi hennar veiktist heiftarlega og hún ákvað að hætta að drekka. Pabbi hennar dó og hún sór að drekka aldrei því pabbi hennar var alltaf á móti því að hún drykki vegna alkóhólisma mömmunnar. Þetta entist ekki mjög lengi og hún var farin að drekka aftur. Nú fer hún oft á fyllerí með vinnufélögunum og þessvegna erum við vinkonurnar hættar að geta fylgst með henni á fylleríum, hún er fer ekki á drykkjutúra eða neitt svoleiðis en ég hef miklar áhyggjur af henni… Getiði sagt mér hvernig hægt er að þekkja alkóhólista frá þeim sem drekka einfaldlega bara mikið og hvað á ég að gera???

kv. Shazza