Jæja, þar kom að því.
Hætt að reykja.
Nú eru komnar tvær vikur og ég ekki sprungin enn og kærasti minn ennþá með allt hár og bæði augu. (sumsé ekki búin að klóra og rífa neitt í hann í skapvonskukasti)
Merkilegt nokk, langar bara ekkert í smók.
Ég fór nefnilega á lyf sem heitir Zyban og var upphaflega framleitt sem geðlyf. (Engin furða þó EKKERT fari í skapið á manni þessa dagana :-)
Nema hvað, ekki bar lyfið tilætlaðan árangur á geðsjúklinga sem það tóku, en flestir hættu að reykja. Greit
Maður var bara allveg búin að fá nóg. Hvergi mátti maður vera, hvergi mátti maður orðið sjást og fýlan sem lak á eftir manni var orðin fólki í kringum mann til mikilla ama.
Sé ekki minnst á að ef maður fór í rómó göngutúr með sínum heittelskaða, þá endaði það yfirleitt með því að ég var orðin eldrauð í framan, dúndrandi hjartslátt uppí haus og með súrefniskútinn á bakinu, þolleysið algerlega að gera útaf við mann.
Jæja, nú er maður bara í skokkinu, elska að vera ekki háð því og brjálast ef maður gleymdi sígóinu þegar eitthvað var farið og tryllast þegar allt tóbak var uppurið og allar sjoppur lokaðar. Huh.
Nóg komið af bulli, á víst að vera að vinna á þessari guðsvoluðu næturvakt. Það greip mig einhver löngun til þess að deila þessu með ykkur, sorry .
Kveðja
Konný ennsemkomiðerreyklausa.